Að segja bleikmönott er sérviska í Hilmari nokkrum, man allavega bara eftir að hafa heyrt þetta þar, hver veit kannski dagdreymin þekki hann líka :O
En línan á bakinu heitir áll eða mön, bleikálott og móálott dregur nafn sitt frá þessum ál, svo hann vildi að það væri eins talað um bleikmönott eða mómönott, spes.. Man samt ekki eftir að það hafi líka bara verið sagt um hesta með ljósara fax og tagl, en málið er að fyrir mér þá eru hrossin álott ef það er áll á bakinu á þeim, hvernig sem faxið er, eins það að treysta litnum sem sagður er í worldfeng er varasamt, þar sem fólk getur alveg hringt inn og sagt hvaða litur þau telji vera á folaldinu og svo þekkja þau kannski ekki folaldalitina =)
Allavega voru Þokki og Strákur skráðir þannig, með einu símtali, það var smá sem ég vildi láta breita seinna en það fór ekki í gegn, strákur er nefnilega ljósmóálottskjóttur, er skráður milli, eða eitthvað þannig, minnir að það hafi verið allt ..