Kvistur . 18.mai, 2007. Hver er liturinn.. ? Hérna er hann Kvistur minn :).. Ég fór í heimsókn til Þúfu og kíkti á Kvist. Hann er orðinn miklu ljósari og miklu þroskaðari á þessum stutta tíma. Hann verður orðinn vel tilbúin í tamningu næsta vetur… En já hver er liturinn. Ég hef áður sent myndir af Kvisti þegar hann virðist vera brúnskjóttur en svo allt í einu er hann orðinn móbrúnskjóttur eða hvað liturinn heitir almennilega. Alltaf gaman að heyra frá öðrum hvernig liturinn er á honum ?

Hvernig myndir þú segja að hann væri á litinn ?

Ok. Ég myndi allavega segja : Hann er móbrúnskjóttur með sokka á öllum fótum(mislangir). Tvístjörnóttur og með stjörnu á hökunni. Hann er með ál á bakinu(línu fyrir þá sem fatta mig ekki).. Með tvílitt fax og tagl.

Aðrar myndir..

http://www.hugi.is/hestar/images.php?page=view&contentId=4593826

http://www.hugi.is/hestar/images.php?page=view&contentId=4744113

http://www.hugi.is/hestar/images.php?page=view&contentId=4901734
— Lilje