Svona miskilingar eru pirrandi, sverta svo mannorð fólks, einhvernvegin get ég ekki ímyndað mér að nokkur sem færi illa með hesta geti náð miklum árangri í hestum, það sægist of fljótt á hestunum ef þeir yrðu stressaðir og taugaveiklaðir allt í einu.
Dæmi til þess er hestur sem ég fékk sem barnahest, ég fékk hann óreiðfæran af húsi, klárinn prjónaði bara í kergju og snéri. Henti víst óvanri konu karlsinns af og fleira þann veturinn, trompaðist algerlega innan gerðis beint eftir það þegar kallinn ætlaði að vera voða flottur og sýna henni hvernig ætti að taka klárinn fyrir… Þá rauk klárinn bara og karlinn talaði svo um illsku í augunum á hestinum eftir það… Hesturinn kom aldrei til hans úti í gerði og átti víst ekki að hafa hratt tölt, mjög rúmur hestur þarna, reyndar mikið skeið í honum svo hann getur stokkið á milli.
En hesturinn actar í dag fáa, ég hef sett bæði vana og óvana á hann og hann röltir bara hringinn hálflatur en svo er hann alveg að deyja úr vilja hjá mér, flugvakur og gæti ekki verið mikið betri. En þó ég hafi aldrei fengið neinar sannannir þá er ég viss um að það var farið illa með hestinn þarna..
Hestur sem er barinn mun aldrei sýna allt sitt besta undir knapa sem honum er illa við, gæti farið í rétta átt en það fas gæti stafað af hræðslu og taugaveiklun.
Þar með stend ég í þeirri trú að þetta hljóti að hafa verið miskilningur eða einstakt tilfelli annað getur ekki verið, öðruvísi gæti hann ekki náð svona góðum árangri.
En alveg ótengt þessu þá slæ ég hross sem á það skilið, þegar klárinn minn prjónar upp í skapillsku þegar hann er stoppaður af við rokur þá hefur písurinn farið í hann og hann fengið að hlaupa en það er gert á því aungnabliki þar sem hesturinn veit að hann er að gera rangt. Eins hika ég ekki við notkun stanganna minna þegar ég tel þess þurfa með, stanga sem mér hefur verið sagt að séu með harðari stanga sem fynnast á landinu. Enda 40-50 ára gamlar.
..og sama hrossið bítur mig ekki tvisvar ;)
P.s. þetta svar er til ykkar beggja, eru punktar í því sem tengjast báðum sjónarhornunum og ég nenni ekki að skrifa svipaðan texta tvisvar..