Það er alveg hægt að eiga hesta án mikilla afborganna, ég er í sveit á sumrin og gæti skilið hestinn eftir þar allt árið ef ég vildi, fæ allt mitt hey þar, eins er kosnaðurinn ekki mikill hérna þar sem ég er, gæti verið með u.þ.b. 10 hesta fyrir sama pening og einn í bænum! En þetta er reyndar allt útaf því ég hef unnið kauplaust og hlaupið í öll verk þarna, sem ég hef ráðið við, frá um 8 ára aldri, hafði kannski full mikinn áhuga en það borgaði sig seinna.
En fólk er misheppið, ég sé ekki fram á að hestamennskan muni gera mig blanka, get fengið vinnu hvenær sem er við þetta og haft hestana mína með ;)
En góða skemmtun í jeppa og hjóla“mennskunni”, gott hjól getur verið yndisleg skemtun, nota sexhjólið í sveitinni svipað mikið eða jafnvel meira en hestana, auðveldar störfin talsvert =)