Já, Stráksi átti ekkert að verða taminn í fyrra, hann kom einmitt svona bara sjálfur, var bara að dunda mér við hann setja upp í hann beisli teyma hann labbandi, fór svo að prufa að lónsera og einn daginn fór fólk að segja mér að hann væri hreynlega tilbúinn fyrir að fara á bak :O
En hann er ekki sama hrossið með aðra en mig á baki, var rosalegur þegar ég fékk mér vanari mann til að fara á bak á honum fyrir mig, hann hrósaði viljanum alveg óspart, hrossið ætlaði aldrei að stoppa í lónseringu, ég ætlaði ekki að þora að sleppa taumnum af þegar hann sagði mér það, en kallinn sagði bara að hann væri öruggur, svo settist ég á bak daginn eftir og ekki til vandamál, hlýddi betur en margir fulltamdir hestar, svo var bara farið útfyrir, en hann var bara sjálftaminn að mestu, yndislegur foli, tekur mélin nánast uppí sig sjálfur og ekkert nema áhuginn og vilji ;Þ
Gæti ekki hafað fengið betra hross sem fyrsta tamningartryppið ^^