Ég veit ekki hvað þessi gerði, en hesturinn var nánast bannvænn þegar hann fór til hans og þegar ég tók við honum prjónaði hann bara og snéri, alveg vonlaus… En ég veit að hann var að setja konuna sína á bak á honum eitthvað, manneskju sem situr álíka vel á baki, með svipað jafnvægi og meðal hveitipoki… Þ.e. hann lærði að stökkva smá til og þá annað hvort komst hún ekki á bak eða rúllaði bara af… En hann hennti henni einhverntíman af baki yfir veturinn, rauk svo bara með kallinn strax eftir þegar hann ætlaði að sýna henni hvernirg ætti að gera þetta!
En hann má samt eiga það að þó hann hafi ekki sinnt hestinum sem skildi, hesturinn var úthaldslaus þegar hann kom þaðan, en hann var byrjaður að læra að brokka rétt að komast inn á grunninn.. og kallinn sagðist hafa verið að reyna að kenna honum eitthvað af æfingum.. Sem gæti skýrt geðvonskuna í hestinum eftir þetta..
Finndnast var að hann sagði að hesturinn kæmi aldrei til manns úti í gerði og ég labbaði að gerðinu kallaði á hestinn sem ég hafði ekki séð í um 2-3 mánuði og hann kom um leið ;Þ