Ef þú ert með hest á höfuðborgarsvæðinu þá gæti það kostað þig á bilinu 20-30.000 kr. á mánuðu fyrir einn hest ef þú villt fá alla þjónustu, s.s. þarft bara að koma og ríða út og búið. Maður hefur heyrt alveg fáránlegar tölur í þessu sambandi. Hef t.d. heyrt töluna 28.000 á mánuði og þú þarft að gera allt sjálfur nema gefa. Það er djöfulsins okur. Ég leigi t.d. á 20.000 kr. á mánuði með öllu. En svo þarf hesturinn að sjálfsögðu að vera einshversstaðar á sumrin og haustin. Ég er þó ekki nógu mikið inní því til þess að skjóta á neinar öruggar tölur þar, nema að ég er að leigja mér hólf núna í sumar og borga 4.000 kr. á hestinn á mánuði og þeir eru líka í sér hólfi. Hef reyndar heyrt tölurnar frá 3.500 - 5.000 á hest á mánuði fyrir sumartímann.
En ef þú ætlar að fá þér hest þá þarftu að hafa augun virkilega opin vegna þess að þetta eru jú, allt ljúflingar samkvæmt eigendum. Sem er líklegast engin lýgi nema fólk þekkir kannski ekki viðbrögð hestanna við nýjum knapa og öðruvísi reiðlagi. Ég mæli með að þá fáir þá einhvern reyndann aðila í lið með þér og fáðu upplýsingar um hvernig hestinum hefur verið riðið, sérstaklega ef það er yfirleitt alltaf sami knapi á honum.
Lestu þessa grein, nokkrir góðir punktar til þess að spá í þegar þú skoðar þinn fyrsta hest þó svo að greinin snúist um tamningu.
http://www.hestafrettir.is/ad-taka-vid-hesti-ur-tamningu/Gangi þér svo vel og vonandi geturu notfært þér það sem ég hef bullað hér;)