Þegar ég fékk Þokka var hann búinn að standa í 2 ár í það minnsta, var í raun bara frumtaminn þar áður og eitthvað riðið af misvönu fólki og talinn alþægur.
Ég var alveg óvön þarna, fyrsti reiðtúrinn var mikið til roka á tölti, svo fékk ég samreið næst og allt gekk vel þrátt fyrir fáeinar 100-200 metra rokur, en þegar ég fór svo að fara á honum ein eftir það fóru að koma upp vandamál, hesturinn stoppaði og prjónaði og skvetti um leið og hann var úr sjónmáli frá bænum, haggaðist ekki fet áfram. á þessum tíma þurfti ég oftast hjálp við að ná honum og gekk þetta brösulega. Þá kom tamningarmaður sem járnaði fyrir okkur og sá það vel að ég þorði engan vegin á bak, en ég hafði ekkert sagt um það hvernig hesturinn lét, karlinn lagði því á hann og kom svo nokkuð undrandi til baka og sagði mér að þetta væri miklu miklu meiri hestur en hann bjóst við, en hann ætti við eitt stórt vandamál að stríða, hann væri nefnilega ótaminn. Svo sagði hann mér að það væri ekkert að þessum hesti og sagði mér að drífa mig á bak, síðan þá hef ég ráðið sæmilega við klárinn.
Eftir þetta var það bara ég sem fór á hann næstu árin, hann var mjög viðkvæmur fyrir karlmönnum sérstaklega og það mátti ekki lyfta taumnum neitt því annars var hann kominn á yfirferðina. En hann einmitt gat orðið mjög skeptískur yfir fólki í byrjun.
Eitt skipti í smalamennskum áhváðu stjúpsystur mínar að flýta fyrir með því að leggja á hann, ég hafði verið send með annað hross til að skila því í hólfið en Þokki varð eftir hjá þeim, ég mun aldrei vita hvað skeði en hesturinn var meira og minna prjónandi meðan ég skilaði hinu hrossinu, þær reyndu að róa klárinn og voru farnar að öskra á mig að drífa mig, hesturinn ruddist með þær út úr hlöðunni þar sem hestarnir voru settir inn yfir nóttina og róaðist ekki fyrr en ég var komin, svo vorum við þrjár um að halda hrossinu meðan ég steig á bak og hann prjónaði og sleit sig frá þeim og rauk upp í móa með mig, þar sem ég áhvað að teyma hann út fyrir hlið og stíga þar á bak, sendi þær bara á undan og það gekk mun betur. En síðan þá hefur Þokki yfirleitt verið kallaður ÓÞokki.
En þegar leið á fór ég að vilja en frekar að hann vendist öðrum, vildi geta boðið einhverjum á gæðinginn minn. í fyrstu tilraun rauk hann og hlustaði ekkert á knapann sem fékk að prufa, stoppaði svo um leið og ég rétti fram hendina og sagði “vó hó”
Minnug þess hvernig hann lét þegar systur mínar lögðu á hann setti ég þá reglu að hver sem færi á hann myndi kemba og leggja á sjálfur fyrst, aðstoðaði eftir þörfum og hélt honum rólegum. Svo teymdi ég undir fyrsta hringinn og sleppti svo án þess að hann tæki eftir og labbaði með, lét svo knapann smátt og smátt prufa að stöðva og fara fetið af stað nokkrum sinnum, passaði vel uppá að knapinn tæki rétt á taumunum og hallaði sér aftur til að stöðva en togaði aldrei að óþörfu í tauminn eða hækkaði taumhaldið því hesturinn var viðkvæmur fyrir því. svo stoppaði ég eftir það og lét hestinn halda áfram hringinn í gerðinu. Ég þurfti nokkrum sinnum að áminna hestinn um að halda áfram því hann var algjörlega með athygglina á mér en ekki knapanum, en smátt og smátt fór hann að hlusta en gerði sér ljóst að um óvanari knapa að ræða. Svona hef ég kynnt hann fyrir öllum sem hafa verið aðeins hikandi eða óvarnari en ég og hafa fengið að fara á bak á honum.
En hins vegar eru sumir en stressaðri og því nauðsýnlegt að sýna þeim betur að þeir geti treyst hestinum, þá hef ég meðal annars sest á hann á básnum og losað hann/eða opnað stíuna riðið honum á múlnum eða jafnvel alslaust framm eftir hesthús ganginum snúið við og aftur inn í stíu, þar hef ég tillt honum og fengið fólk til að setjast á hann berbakt eitt eða tvímennt(sennilega betra fyrir þinn hest þar sem hann gerir ekkert ef þú ert með) og riðið honum um stíuna og fram eftir hesthúsganginum, þegar ókunnugi knapinn slakar á er strax orðið líklegra að allt gangi vel, það borgar sig endalaust að láta þá sem þurfa að umgangast hestinn kemba mikið meðan hann er að róast yfir þeim og hafa það á hreinu að þeir ráði, fara með þeim í hringgerði eða lítið gerði og láta ýtrekað stoppa og feta af stað, passa að bíða eftir að hrossið gefi eftir, ekki lyfta taumnum óþarfalega mikið og halla sér aftur til að stöðva frekar en að togast á við hestinn.
Núna eru liðin 8 ár síðan ég fékk Þokka, hann orðinn 18 vetra og ég hika ekki við að leifa ókunnugum að prufa hann, teyma undir börnum eða lána hann almennt =)