Hnakkurinn er frá svona 30-500 þúsund, eftir því hvort þú kaupir nýjan og góðan hnakk eða notaðan eða lélegan hnakk =) Fyrir byrjendur eða fólk sem er ekki að fara á marga hesta á dag borgar sig ekki að vera að kaupa nýjan rándýran hnakk frekar notaðan sæmilegan hnakk á 30-60 þúsund bara velja vel.
Beislin eru á 2-5 þúsund held ég, taumurinn 3-6 þúsund, reiðmúll 3-7 þúsund, stallmúll um 1500-2000 kr.Skeifur ca 2000 kr gangurinn, þarf að járna á 2 mánaða fresti, járningamenn taka um 5000 kr án skeifna.
Hesthúsaplássið er misdýrt eftir stöðum, en 20 til 30 þúsund er algengt með heyji og einhverjum spæni á mánuði þann tíma yfir veturinn sem þú hefur hestinn á húsi, ca 6 mánuði held ég að meðaltalið sé.
Sumarhaginn er á svona 2-3 þúsund á mánuði og haustbeit og gjöf er á 8-11 þúsund.
Svo ársgjald á hest sem tekinn er á hús er frá 120.000-180000 fyrir að hafa hann á húsi í 6 mánuði, og 30000-42000 fyrir útigönguna, þá í heild 150.000- 222000 kr á ári, auk allavega 21000 kr fyrir að hafa hestinn á skeifum yfir veturinn, og annar 21000 ef þú hefur hestinn á járnum allt árið.
Startgjaldið burtséð frá hestinum sjálfum er minnst 46500 ef þú ert mjög heppin með verð, sérstaklega á hnakknum.
Svo er annar tilfallandi kostnaður, að láta raspa hestinn, ca 5000 kr ef þú þarft að fá dýralækni í verkið, ef það þarf að skaufahreinsa annar 5000 kr og svo framvegis.
Vonandi svarar þetta sem flestum spurningum hjá þér, annars er oft eitthvað sem minnkar kostnaðinn, ef maður þekkir einhvern sem tæki hestana frítt í hagagöngu, reddaði heyji eða slíkt.