Sjálfur á ég nokkra uppáhalds og suma stóðhesta fýla ég í tætlur. En það er kreppa og ég á ,,bara" ræktunarhryssur svo ég get ekki haldið undir þá alla. En hvaða hestar eru í uppáhaldi hjá ykkur, samt ekkert þannig að þið þurfið að vilja halda undir þá, bara svona töffarar og fallegir og svo aftur hverja langar ykkur að halda undir ?
Hestar sem mér finnst virkilega flottir í dag eru frekar margir hehe.
Hruni frá Breiðumörk 2
Asi frá Lundum II
Auður frá Lundum II
Kvistur frá Skagaströnd
Dalur frá Hólakoti
Gulltoppur frá Þjóðólfshaga
Fengur frá Sauðárkróki
Tristan frá Árgerði
Gígjar frá Auðsholtshjáleigu
Adam frá Ásmundarstöðum
Þetta eru dálítið margir, en ég ætla að setja smá útskýringar við hvern og einn.
Hruni,Asi,Adam og Auður eru hestar sem ég væri mikið til í að halda undir og finnst þeir virkilega flottir. En því miður er kreppa og ég á bara 2 ræktunarhryssur og þær kannski passa ekkert sérstaklega vel við þá.
Dalur er þarna því hann er heimahestur og ég er að fýla hann talsvert, Fengur er þarna þar sem ég fæ folald undan honum næsta sumar og Kvistur er svaka töffari sem ég fæ folald undan næsta sumar. Fæ 3 folöld s.s. undan Kvist,Feng og Dal.
Tristan og Gígjar eru þarna vegna þess að ég stefni á að halda undir þá á komandi sumri(er strax farin að reyna að plana) og heillast ég mikið af þeim.
Gulltoppur, það er eitthvað við hann sem ég fýla.
Þetta voru talsvert fleiri hestar en ég ætlaði að nefna en ég nenni ekki að fækka þeim og gera uppá milli enda óþarfi. Það getur verið að ég sé að gleyma einhverjum, þá bara bæti ég viðkomandi við seinna meir. Endilega komið með ykkar skoðanir.
Liverpool= Þeir allra bestu.