Finnst þessi hrossaveiki frekar einkennileg. Heyri hvergi sömu lýsingu á henni. Er að reyna að finna út hvað er algengast svo það væri gott ef þú nennir að svara spurningunum hér fyrir neðan.
2. hrossin hjá okkur eru 4 og plús hrossin hjá kærastanum og hans fjölskyldu sem eru 9.
3. mikill hósti, nefrennsli, slappir að sjá og svo eru hiti í sumum hrossum.
4. Ég tel að pestin sjálf hafi komið með skítugum reiðfötum til landsins og hafi smitast í hross.
5. já, bara fjölskyldu mína og kærastans og nokkra vini. kannski svona 7-10.
6. nei höfum ekki gert það.
vildi líka bæta við að þið sem eruð með veik hross inni þá er betra að sleppa þeim í haga því þeir eru mun fyrr að ná sér því pestin þrífst betur inni.
Góð pæling með þessi reiðföt, er akkurat að þrífa minn núna og mun þrífa þau aftur einu sinni áður en að ég kem til Íslands. Held að ég skilji nú samt bara skóna eftir, þó svo að ég sé búinn að spritta þá.
Ég er ekki hjá hestunum eins og er en verð það eftir 2 vikur. Amma mín er hjá þeim eins og er og ég ætla að svara því sem að hún hefur sagt mér :p
1. Já það eru hestar veikir hjá okkur.
2. Við erum með ca. 8 hesta og allir veikir.
3. Þeir eru með hor og hósta, lýsir sér bara eins og kvef hjá venjulegu fólki. Margir af þeim eru slappir líka.
4. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi flensa hefur komið uppm en hún hefur sennilega bara byrjað eins og flestar flensur.
5. Eins og er, er ég ekki að umgangast hesta né hestamenn en þegar að ég kem til Íslands mun ég umgangast þá mikið.
6. Afi minn leitaði til dýralæknis um leið og einkennin komu upp í nokkrum hestum og honum voru gefnir eitthverjir dropar, eitthvað náttúrulyf sem að þeir fá í heyið og það á að halda einkennunum á minimummi, þeim finnst það hafa virkað aðeins en eru samt ekki 100% viss um það.
Bætt við 8. júní 2010 - 18:34 Og svo var þeim bara ráðlagt að setja hrossin út á tún og inn á nóttinni. Og þau gera það líka.
Hafa hestar verið veikur hjá þér? Já annar hóstaði mikið og er kominn í einangrun í litlum haga því hann ofgerði sér í leik, hinn er nær örugglega kominn yfir þetta.
Hvað eru margir hestar veikir hjá þér? Vinn á tamningabúi þar sem mjög mörg hross eru veik, hef ekki náhvæma tölu en flest virðast vera á góðum batavegi.
Hvernig lýsir hún sér? Aðalega nefrennsli, stöku hross hósta, önnur eru slöpp eða lystarlaus, áður en einkennin urðu ljós frísuðu mörg þeirra óvenju mikið í reið.
Hvernig helduru að hún hafi komið? Hún smitast í menn líka svo við getum smitað hrossin líka, þar með getur einhver hafa verið í kringum veikt hross úti, veikst sjálfur og komið þannig með pestina heim. Ekkert sem hefði verið hægt til að stoppa þetta af þá, því við vissum ekki að sama pestin smitist bæði í hesta og menn.
Umgengstu aðra hestamenn (hversu mikið þá)? Vinnufélaga minn mikið daglega, og vinnuveitendur mína nokkuð mikið daglega líka.
Hefuru leitað til dýralæknis vegna veikinnar? Sem betur fer er það ekki svo slæmt, fylgjum bara upphaflegu ráðunum, hafa hrossin mikið úti og hvíla vel, þá á ekki að vera þörf á dýralækni nema pestin uppgötvist of seint.
Hafa hestar verið veikur hjá þér? það fengu allir hestarnir í húsinu mínu nefrensli
Hvað eru margir hestar veikir hjá þér? ég er með tvo síðan eru 10 aðrir hestar í sama húsi
Hvernig lýsir hún sér? bara glært nefrensli, enginn hósti eða hiti eða neitt.
Hvernig helduru að hún hafi komið? veit ekki
Umgengstu aðra hestamenn (hversu mikið þá)? bara þau sem eru með mér í húsi
Hefuru leitað til dýralæknis vegna veikinnar? talaði við hana í gær því þeir eru búnir að vera svona í rúmlegann mánuð með engum breytingum, hún sagði að ég mætti fara á þá bara byrja rólega og ef þeir verða slappir eða eitthvað öðruvísi þá hætta ekkert annað :)
Hafa hestar verið veikur hjá þér? já, allir í húsinu sem ég er í en þeir eru allir ornig góðir aftur og farnir í trimm : )
Hvað eru margir hestar veikir hjá þér? bara minn eini hestur :P
Hvernig lýsir hún sér? glært nefrennsli og stunum með hvítu/gulu í.
Hvernig helduru að hún hafi komið? veit ekki, og aðalega hvernig hún komst til okkar :O er útá langi þar sem engin ny hestur hefur komið eða neitt þannig þetta getur hafa komið með loftinu eða eitthvað :/
Umgengstu aðra hestamenn (hversu mikið þá)? já þá sem eru í húsinu hjá mér og í næsta húsi geri það dagsdaglega
Hefuru leitað til dýralæknis vegna veikinnar? nei ekkert sem vit er í, hann er með mér í húsi þannig hann er til staðar og tekur eftir ef eitthvað er : )
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..