jæja núna kemur enn ein spurningin frá mér :p

en allavega, hesturinn minn er alveg með ágætar fótalyftur en ég veit alveg að hann getur lyft hærra eins og þegar ég fór með hestinn minn að hlaupa inní hring gerði, var bara með múl og 2x taum, en taumarnir eru aðeins of stuttir svo að hann náði ekki að fara alveg út að girðingunni á gerðinu, og það er frekar mikill snjór og sérstaklega á einum stað, og þegar hann hleypur þarna yfir þá lyfti hann alveg vel hátt, til að ná yfir snjóinn..

þannig ég var að spá hvort það er hægt að gera einhverjar æfingar eða eitthvað til að láta hann lyfta betur? bara svona ef það er hægt :p


ooog reyndar er ég með aðra spurningu :D

ég þarf að reyna að laga höfuðburðinn á hestinum mínum á brokki, hann er alveg hrikalega ljótur! hann er eiginlega bara teygður framávið.
hvað get ég gert til þess að laga þetta? :D ^^