Ef þú færð hestinn aðallega til þess að tölta vel þegar þú ert á heimleið þá er þetta mjög líklega leti í honum. Málið er að það er mjög líklegt að hestinum finnist erfitt að bera sig með afturhlutanum en er nógu viljugur heim á leið til þess að hann geri það.
Það sem ég mæli með að þú gerir er að láta hestinn feta inn í stytt fet, fá hann til þess að sleppa taumnum og taka hann þaðan inn í tölt, passa bara að hann setji sig ekki á tauminn því þetta er erfitt, en þegar jafnvægið er orðið gott þá ætti þetta að vera í lagi. Málið er að það sem gerist þegar hesturinn styttir fetið, þá þarf hann að kreppa lendina og notar afturpartinn til þess að bera sig, fyrir vikið er mun frekar að hann fari að beita sér rétt á tölti. Einnig mæli ég eindregið með að þú ríðir honum sveigðum í báðar áttir, skiptir ekki máli hvort það er á hring eða á beinni braut, passa bara að hann stífni ekki á móti þér, sniðgangur er snilldar æfing til þess að losa um hestinn, einnig er gott að taka snarpa stöttspretti til þess að vekja hann aðeins sem og að losa um bógana á honum. Passaðu þig bara á því að halda vel á móti honum þegar þú ríður honum inn í tölt ef hann vill taka brokktölt.
Ég á einn hest sem lýsir sér mjög svipað og þinn og þessar æfingar björguðu honum alveg frá því að verða trunta, reyndar er hann gæðingur í gegnum þessar æfingar;) Vona svo að þú getir nýtt þér þessar aðferðir. Gangi þér vel.
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)