Kostirnir við að vera með hringamél eru þeir að þú mátt hafa “harðara” taumhald. T.d. þá er auðveldara að skemma hest í beisli með stöngum, heldur en hringamélum vegna þess að þú mátt yfirleitt ekki taka fast á með stöngum. Málið er með stöngum að þegar þú tekur í tauminn, þá lyftast mélin upp í munnvik hestsins þar til keðjan stöðvar það, þegar hesturinn finnur fyrir keðjunni vill hann komast hjá því að láta keðjuna taka á sér og hann brýtur sig betur. Sumir verða harðari í beisli við stangir en það er yfirleitt vegna þess að þeir fá ekki tíma til þess að læra á stangirnar né venjast þeim, svo fer það að sjálfsögðu líka eftir því hversu vel hesturinn kann að gefa eftir í beisli.
Hvort mér finnst betra að nota get ég ekki sagt því það er svo mikið persónubundið við hestinn. Aftur á móti hafa stangir reynst mér mjög vel í gegnum tíðina og hafa hjálpað mér með hesta sem eru jafnvægislausir og vilja ekki byggja upp jafnvægi, svo versna þeir á stöngunum eftir smá tíma og koma miklu betri til baka svo á hringamélum.
Svo skaltu passa eitt, hafðu stanirnar ekki jafn stutt uppí hestinum eins og hringamél þar sem stangirnar lyftast upp í munnvikin þegar þú tekur í en átakið kemur ekki beint á;)
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)