Þetta getur vel tengst því að þú sért nýlega farinn að fara á hann =)
Skeiðhestar eru stundum erfiðari en fjórgangshestar, leggjast í lullið framan af vetri og lagast sumir ekki auðveldlega og verða skapmeiri vegna sífelldra óraunhæfra krafna.
Reiðhesturinn minn Þokki er svolítið hastur á tölti og skeiðlaginn og svo nýðhastur á brokki ef maður stígur það ekki. Þegar óvanari fara á hann hef ég ráðlagt þeim eindreigið að gera ekki miklar kröfur til hans. Ef reynt er að fá hann til að safnasér eða haldið eins stíft við og á fjórgangshestum, þá bakkar hann og prjónar, djöflast í beislinu og virkar reyna að henda manni af, málið er að hann er ekki vanur miklum kröfum og sættir sig því ekki auðveldlega við þær.
Þar með er mitt ráð ekki krefjast söfnunar eða þess að hann sé alveg hreinn á gangi fyrr en þú ert nógu róleg til að höndla það sjálf hvernig hann lætur núna og fara frekar mjög rólega í það, sumir hestar eiga erfitt með að hreinsa sig á veturnar og lulla því fram eftir þjálfun, ef hann slaknar ekki með tímanum sjálfur ættirðu að láta vanari mann “taka í hann” öðru hvoru, sjálf ættirðu samt að auka kröfurnar mjög hægt, í þínum sporum myndi ég fara róglega að ríða honum ýmsar fimiæfingar, byrja a-b æfingum(stopp-fet-stopp ýtrekað) og svo á slöngulínum, sveigum innan reiðstíganna í reiðtúr, seinna fara að ríða honum bauga og fara að reyna að safna honum á feti stutta kafla.
Þokki hefur næga hæfileika en sýnir þá ekki almennilega nema honum hennti eða að ég pressi mikið á hann, þarf þá oft virkilega að hafa fyrir því að sitja hann og vera mjög nákvæm á hvenær ég gefi eftir á taumnum og hvenær ekki, ef honum finnst ég ekki samgjörn hundsar hann mig alveg. Samt er ekkert sérlega vön stelpa sem er með hann í láni milli þess sem ég er í náminu reiðmaðurinn (kostnaðurinn yrði allt of mikill ef ég hefði hann hjá mér og notaði í námið, bý á Akureyri og er í námi á Hellu)
Vonandi gengur þetta hjá þér, allavega finnst mér líklegt að hinn hesturinn sé ekki eins skeiðlaginn og þú sért því að gera ótímabærar kröfur og því sé hesturinn í uppnámi.