Já það er hægt, hestur sem er að gana er ofreistur, er ekki að sætta sig við taumtakið og fettir uppá bakið á sér.
Að vinna í vandamálum sem tengjast ofreysingu getur tekið mikinn tíma.
Fyrst er það að kenna hestinum að hneygja hausinn frekar en reisa hann upp við mélin. Þá er best að standa fyrir framan hann með mél uppí honum, reisa höfuðið upp og láta hrossið halda haus setja fingur í hringina á mélunum og lyfta þeim létt og rólega upp í munvikin, þegar hesturinn hneigir höfuðið niður er mélunum sleppt og jafnvel nuddað undir ennistoppinn. Með endurtekningunni lærir hrossið að lokum að koma í höfuðburð frekar en að gana upp í loftið.
En hestur sem ganar er oft orðinn vanur að bera sig vitlaust, fetta uppá bakið og stytta því sporin og verða mjög lítið rúmir. Þá geta þeir annað hvort verið tregir til að tölta eða gera það ekki vel. Þá þarf að kenna honum að lækka höfuðburðinn og teygja sig fram og niður, áður en þau koma í höfuðburð til að fá hann réttan.
Ef hesturinn er í mótþróa í beisli bendir það til þess að þeim finnist taumhaldið ekki samgjarnt og reyna því að streða á móti því. Til öryggis höfum við nasamúlinn rétt stylltan til að hann haldi vel við án þess að þrengja að öndunninni.
Að laga þetta á baki er talsvert erfiðara en að læra á tvítaum, sem er í raun þróaðra afbrigði af lónseringu, þar sem taumarnir eru tveir og fara í hringtaumsgjörð á baki hestsinns svo í mélin, en við þetta vandamál er taumurinn þræddur í gegnum gjörðina, gegnum mélin og niður á milli fótanna, í tvítaumi sem og vinnu þar sem maður er sjálfur á baki skiptir öllu máli að gefa tauminn eftir á réttum tíma, til að hesturinn fáist til að lækka sig og fari ekki í vörn gegn mélunum, sem kemur út sem gan, ofreysing, prjón, bítur mélin föst og hristir, ríkur eða baslar.
Í tvítaumnum og eins ef maður er á baki fer maður fet áfram og stoppar og endurtekur aftur og aftur, maður heldur taumhaldinu og hallar sér aðeins aftur og bíður eftir að hesturinn gefi eftir og þá réttir maður sig upp.
Það er auk þess mikilvægt að muna að toga ekki í tauminn heldur halda taumhaldinu kyrru og stöðugu og halla sér aftur til að stöðva og þá kemur átak sem á að vera nóg svo maður þurfi ekki að togast á við hrossið, þeim mun minna sem þú þarft að halla þér til að stöðva hrossið þeim mun betra. Ekki togast á við hrossið, bara halda taumhaldinu og stýra með öxlum og baki, snúa sér í beygjum eftir beygjunni og beita líkamstjáningunni þannig meira en taumnum.