Sæl/ sæll, fyrst hesturinn brokkar þegar hann vill það sjálfur en ekki þegar þú vilt það er sennilega málið að annað hvort skilji hann ekki bendingar þínar um brokk eða leiðtogahlutverkið sé það veikt hjá þér að hann treysti þér ekki til að velja hraða og gangtegund.
Það að hann lónserist/hringteymist ekki bendir eining til þess að leiðtogahlutverkið sé ekki nógu sterkt. Hvað gerir hesturinn þegar þú reynir að hringteyma hann? Fælist hann og haggast ekki úr stað? Ógnar hann þér eða hleypur hann stjórnlaust?
Það er nefnilega gott að vinna með hesta sem vilja ekki brokka í hringgerði, eða lónseringu. En hefurðu prufað að lónsera hann bara án taums, margir hestar þola ekki tauminn í hringteymingu til að byrja með.
Endilega kíktu á þessa grein um lónseringu, þar er sagt hvernig þú getur lónserað hest lausan og leiðbeint um vel um ábendingarnar. Í lónseringu bætist leiðtogahlutverkið.
http://www.hugi.is/hestar/providers.php?page=view&contentId=4600313#item4606446Þegar þú lónserar hestinn getur þú vanið hann á orðið brokk þegar þú hvetur, hann lærir ekki beint orðið heldur hljómfallið hvort þú seigir það áhveðið og hvetur hann áfram á brokk eða hvort þú segir róandi brokk og hægir hann niður á brokk.
Til að bæta brokkið geturðu sett spítur í gerðið, og þá þarf hann að brokka yfir þær, svo geturðu líka látið hann brokka yfir svona spítur á baki, en mundu að þrýsta á herðakambinn þegar þú setur á brokk og til að byrja með getur hjálpað að halla sér rólega fram og þrýsta á herðakambinn.
Bara vera nógu áhveðin, ef hesturinn haggast ekki í lónseringu er hægt að hoppa og veifa út höndunum slá til písk eða henda spotta að hestinum, öskra og nota ímyndunnaraflið, sama ef hann ógnar þér og setur rassinn inn að þér, þá er ekkert að því að setja pískinn aðeins í hann því þar er hann að vaða yfir þig.
Hestar hugsa goggunnaröðina oft útfrá því hver hreyfir lappirnar á hvorum, því áttu ekki að labba mikið með honu þegar þú snýrð honum við í taumi heldur láta hann færa sig, þú ræður og þú hreyfir lappirnar á hestinum ekki öfugt.
Bætt við 30. desember 2009 - 18:14 Gangi þér vel =)