Það er gott, en farðu varlega að þessum trippum, grunar að þú sért að fara full geist af stað, ekkert illa meint, bara gefa sér góðan tíma í að leifa tryppunum að venjast því að hafa knapa á baki, fara á bak inní stíu eða á hesthúsganginum, láta lónsera sig á baki og teyma með í reiðtúr ef hrossið er að hrekkja og svona svo hrossið venjist þér og reyni síður að henda þér af baki, allavega á meðan þú ert að læra meira og læra að sitja hrekkina. Í lónseringu getur sá sem lónserað passað að hesturinn nái ekki að stoppa og stinga sér, það er mun auðveldara að sitja hrekkina á ferð.
Í heildina hef ég lennt í tveim trippum sem hafa hennt mér af, annað var hvekkt áður en ég fékk hann og hitt var bara svona frekt, auk þess að ég fór full geist af stað með þau bæði þar sem ég vissi ekki almennilega hversu mikið tamin þau voru fyrir. Betra að gera ráð fyrir því að það sé minna en meira.