Ekkert mál, ég á nákvæmlega eins mél og þau virkuðu á merina mína, það er samt einn galli við þau finnst mér. Ef hesturinn er að setja tunguna yfir mélin þá er það vegna þess að honum þykir átakið frá mélunum óþæginlegt og þá er betra að vera með mjúk mél uppí hestinum. Þessi mél finnst mér persónulega vera óþarflega grönn þannig að átakið á munnvik hestsins verður harðara og það er ekki eitthvað sem við viljum á tungubaslara;)
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)