Það sem ég myndi gera er að þegar þú ætlar að ná henni inni í stíu þá skalltu ÁVALLT bakka inn í stíuna (það myndu t.d. rándýr aldrei gera). Þegar þú hefur komist að henni (passar náttúrulega að hún sparki ekki í þig) þá skalltu leggja hendina á bakið á henni, og vera ávallt þannig staðsett við hana að þú fylgir henni allt sem hún fer, geti ekki snúið sér og svoleiðis (um að gera samt að leyfa henni að fara í hringi (alls ekki að þvinga þau til þess að standa kyrr)), þú skallt aldrei taka hendina af bakinu á henni fyrr en hún stendur kyrr. Um leið og hún stendur kyrr þá skalltu nota hendina og strjúka bakið á henni fram og til baka (aldrei lyfta hendinni af bakinu á henni svo hún viti ÁVALLT hvar hún hefur þig) þangað til hún róast. Út frá þessu geturu farið að fikra þig nær hausnum á henni og reynt að setja beisli eða múl á hana. Um að gera að um leið og hún leyfir þér að setja upp í hana beisli þá skalltu stinga svona eins og 2-3 molum upp í hana þannig að hún sækist frekar í beislið heldur en hitt:P
Og svo líka það sem Regza sagði, þú skallt vinna með hana í hendinni og fá HANA helst til þess að koma til þín út úr lónséringu og þess háttar.
En það er eitt alveg rosalega mikilvægt í þessu, þ.e. að vera alveg geysinákvæm, þannig næst mesti og besti árangurinn;)
Gangi þér svo vel með hana:P
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)