Núna eru þeir á Kaldármelum og hef ég heyrt að Thierry láti mjög vel af íslenska hestinum, sé mjög ánægður með ÓÞokkann og gangi vel að venja hann af mélunum. “Helst var á honum að heyra að íslenski hesturinn væri í fremstu röð ef ekki sá besti af þeim sem hann hefði prófað.” sagði maður mér á hestafrétta spjallinu. Af því að dæma er ÓÞokkinn að sýna sínar bestu hliðar þó hann hafi verið alveg úr þjálfun þegar hann fór af stað =)
Svo er von á því að þeir fari yfir Löngufjörur undir leiðsögn, þar sem þeim hefur verið ráðlagt það. Spurning hvort ÓÞokkinn taki völdin og sýni knapa sínum alvöru skeiðsprett eða allavega góðan töltsprett eftir gömlum vana í fjörunum, reyndar hefur hann ekki rokið alvarlega í um 2 ár núna, svo ég held að þetta sleppi.
En já veit einhver eitthvað meira um Thierry Posty, eða hefur hitt hann á ferðalagi hans, vil heyra af honum við og við en hann hefur verið á stöðum þar sem er lítið sem ekkert símasamband..
Annars mun ég halda áfram að segja frá ferð þeirra, eftir því sem tíminn líður.
-