Hér smá um algengt vandamál í hestum, kergju en þetta er margt sem ég hef vitað sjálf og lært af öðrum inná /hestar.
Fyrst af öllu á aldrei að láta hestinn komast upp með kergjuna því þá fer hann að ganga á lagið. Þegar hann prjónar og snýr sér í reiðtúr í áttina heim á aldrei að fylgja því með hring heldur toga í hinn tauminn auk þess að nota pískinn þeim megin sem hann snéri sér svo hann læri af því.
Ef hesturinn vill ekki fara inná völl eða í gerði þá er best að byrja á því að láta einhvern teyma sig inná völlinn/ í gerðið því hesturinn má alls ekki græða á kergjunni.
Þetta getur tekið tíma og þolinmæði en þetta kemur oftast á endanum. Gott er að geta komist í gerði og gert ýmsar æfingar svo sem sveigjustopp, kyssa ístað og bakka getur oft hjálpað til bæði í gerði og í reiðtúrum.
Ekki er gott að fara oft einn í reiðtúr á körgum hesti ef hann geftur sig ekki, eins ekki láta kargan hest fara fremstan í reið, eins ekki unga og óörugga hesta því það getur aukið líkurnar á að þeir byrji með kergju.
Ekki fara beint heim eftir reiðtúr heldur fara soldið frammhjá heimleiðinni eða jafnvel til baka, brjóta upp á vanann og láta hestinn ekki vita fyrirfram hvert verið sé að fara með því að fara ýtrekað sömu leiðirnar.
-