Sko. Ég ætla að fara yfir allt sem maður þarf í hestamennsku. (það er ekki allt nauðsyn en hentugt að eiga)
Fatnaður:
reiðbuxur, reiðskór, reiðúlpa, flíspeysa, undirbuxur og undirpeysa(föðurland), gott að hafa buff á hausnum, þunnir vettlingar, þykkir vettlingar. Hjálmur.
Reiðtygi:
Hnakkur,ístöð/ístaðsólar, beisli, nasamúll, gott að eiga líka stallmúl, pískur.
Svo kostar frá 15-25 þúsund pláss í húsi, dýralæknakostnaður, ormalyf, hey, undirburður, fóðurbætir, kambar,svo verðuru að borga hagagöngu á sumrin sem er svona 2000 kr á mánuði. Og svo náttúrulega hesturinn sjálfur, þú færð ágætis hest á svona 150-200 þúsund.. en ef þú ert heppin og leitar vel geturu fengið mjög góðan hest fyrir lítin pening:)
Þetta er stór ákvörðun, og þú verður að fara daglega í hesthúsið að sinna hestinum, þó svo að vinkona þín vilji fara í bæin með þér, þá gengur hesturinn fyrir öllu.
þetta er allt sem ég man í augnablikinu, vonandi hjálpar þetta þér.