En annars þá er þetta í annað skiptið sem ég járna eitthvað sjálf, síðast var það undir góðu eftirliti og leiðbeiningu í Söðulsholti. En sem komið er þá hef ég bara járnað ÓÞokka minn, sem er ekki beinlínis góður byrjendahestur í járningum, þolinmæðin var alveg þrotin eftir fyrstu löppina.
Hafa samt ekki allir heyrt þegar fólk er að tala um að það verði svo slæmt í bakinu á að járna? Ég er tognuð í baki og búin að vera nánast frá í yfir 2 mánuði, en ég var mjög góð í bakinu fyrst eftir að hafa verið að streða við klárinn, þótt ég sé með harsperrur í mest öllum skrokknum núna, er mjög stíf í bakinu en verkirnir eru í lágmarki, sleppti verkjalyfjunum og allt. Finnst þetta svolítið spes.
Mér finnst óendanlega gaman að járna, en það henntar líkama mínum ekkert sérlega vel. Er en að áhveða hvort ég reyni að járna Strák líka sjálf, en ég held að þolinmæði hans sé en minni en hjá ÓÞokka þegar kemur að fótunum á honum.
Hvað er annars að frétta úr hestamennskunni hjá ykkur?
-