Meiðlsi eftir slæm föll geta verið heil lengi að gróa, sum gróa aldrei, því miður.
Ég er með nánast daglega verki í hálsi sem ég rek til þess að ég datt af baki fyrir þrem árum, brákaðist sennilega á hálsi en einmitt þrjóskaðist við og fór ekki til læknis. En hins vegar vesnaði þetta til muna við bílslys í sumar. Eins fæ ég reglulega einhvern stífleika í bak en það er sennilega eftir margar biltur.
En ertu eitthvað bólgin á þeim stöðum sem þú finnur til? Vöðvabólga út frá meiðslum getur verið rosalega þrálát og stundum þarf að sprauta til að losna við hana. Hefurðu prufað að fá einhvern til að nudda með nuddolíu eða eitthvað, allavega gerir það mikið fyrir mig, eins læt ég stundum smá liðverkjaolíu (fæst í öllum apótekum held ég) út í bað þegar ég finn mikla verki. Annars virðast verkirnir aukast hjá mér þegar ég fer ekkert á hestbak lengur.
En endilega láttu líta aðeins á þetta, ekki víst að það sé hægt að gera mikið í hlutunum svona löngu eftir á en það getur verið.