Tja, kannski ekkert endilega að vera að ríða eitthvað hratt, það getur gert hestinn stressaðann fyrir komandi reiðtúrum og svo verða þeir líka flatir ef maður ríður alltaf hratt… en það sem þú getur gert er að snerpuþjálfa hann svolítið s.s. hleypa honum mjög snarpt, bara örstutt og hægja svo aftur niður, allt í lagi líka að láta hann taka aðeins á því svona við og við en ekki bara að “ríða hratt”.
Svo geturu líka reynt eins og þú mögulega getur að fara eins sjaldan og mögulegt er sömu reiðleiðina því þeir geta orðið leiðir á henni. Gefa honum svo kannski köggul áður en þú ferð á bak og á eftir svo hann sækist frekar í það að vera viljugur og svona;)
En svo er eitt, vertu alveg 100% viss á því að hann sé sáttur við mélin sem þú notar, þeir geta orðið viljadaufir og leiðinlegir ef þau passa ekki, ef þér grunar það einhverntímann þá skaltu endilega prófa þig áfram með það því það getur haft mikil áhrif;)
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)