Þetta er einmitt eitthvað sem ég er búin að vera að fást við í skólanum í vetur… Að útskýra þetta á rituðu máli er samt eitthvað sem gæti orðið mér erfitt…
En allavega þá held ég og finnst það virka best að hvetja hestinn fram á tauminn, þ.e. að hvetja hann án þess að hann fari hraðar, þá kreppir hann betur lend og þá kemur hann upp í herðar (hættir að vera framþungur), tekur samt tíma og mikla þolinmæði… já til að han fari ekki hraðar þá notaru tauminn til að neita honum, ekki til að hægja heldur bara til að neita honum að fara hraðar…
Eins er að passa sig að taka aldrei mikið í taum, eins og einhver sagði því meira sem þú togar því meira togar hesturinn á móti… og líka það að alltaf, alltaf að gefa tauminn jafn mikið og þú tókst hann, þegar hann gerir rétt það er að segja…
Ummm gerðu stytt fet, það hjálpar honum að kreppa lend, það geriru með því að neita honum og hvetja til skiptis, og það er mikilvægt að það sé til skiptis, ekki neita og hægja um leið, best finnst mér að hvetja fyrst og vera svo snögg að nota neitun til að hann fari ekki hraðar…
Og eins er hægt að nota þetta svo hesturinn kreppi lend á hægu tölti og brokki… Bara alveg eins, hvetja og neita…
Svo bara einn punktur enn, hestarnir verða framþungir ef maður hægir á í einu löööngu taumtaki… ef þú hins vegar hægir á í nokkrum styttri taumtökum (muna að gefa alltaf jafnmikið og þú tekur) þá eru þeir sáttari og eru frekar á afturhlutanum í staðinn fyrir að hlunkast á framhlutann…
Veit þetta er rosaruglingslegt hjá mér, veit bara ekki alveg hvernig ég á að koma þessu frá mér, vona að þetta skiljist…
Með kveðju frá hestafríkinni…