Sko… ég veit lítið um þennan Dímon….
Hef aldrei heyrt um hann reyndar, er hann með fínar ættir?
En um folaldsmálin get ég sagt þér…
Það eru tvö gangmál á sumrin, þar sem graðhesturinn fær að meðaltali 30-40 merar til sín á hverju gangmáli (vinsæll graðhestur allavega). Þegar þú ferð með meri undir hest, geturu reiknað með því að merin kasti um það bil ári seinna. MErar sem barea á fyrr gangmál kasta yfirleitt fyrr en þær sem fóru á seinna gangmálið. Einnig getur það farið eftir hryssunni sjálfri, sumar kasta óvenju snemma en sumar óvenju seint.
Ég myndir ekki mæla með því að fylfullri meri yrði riðið, svo ég myndi reikna með því að hún væri óreiðfær í eitt og hálft ár til tvö ár.
Fyrsta árið er bara meðgangan þar sem hún þarf að vera í góðum haga, með vítamín og öll nauðsynleg steinefni hjá sér og góðan aðgang að vatni. Þegar hún myndi síðan kasta um sumarið yrði folaldið að ganga undir henni í a.m.k. fram að áramótum, sumir halda þeim lengur undir merinni, en þá er hætta á því að merin byrji að horast niður ef þær eru ekki á reglulegu og góðu fæði.
Mér persónulega finnst ekki gott að ríða merinni strax eftir að folaldið er tekið undan, en það er sumt fólk sem gerir það.
Með folatollinn þarftu eiginlega bara að tala við eiganda graðfolans. Stundum er sónar inn í folatollinu en langoftast er folatollurinn bara sér með vsk og hagagöngu á meðan tímabilinu stendur.
Ég myndi reikna með 30 þús kr á ári í uppihald á folaldi, svo að fyrir 4 ár (þangað til það kemur á tamningaraldur) gera 120 þús í uppihald.
Fyrir utan allar læknisskoðanirnar og ormasprautur reikna ég með.
Oft er byrjað að eiga við 3 vetra trippi, sem mér persónulega finnst alltof snemmt. Hef verið að temja nokkur þannig, en þau voru alveg gjörsamlega clueless, þar sem þau voru ennþá algjör folöld í sér. 4 vetra finnst mér fínt að byrja frumtamningu, í aðeins 1-3 mánuði og setja síðan aftur út og taka aftur inn þegar hrossið er orðið 5 vetra og halda þá áfram eða byrja að gangsetja.
Tamningar fara æ hækkandi þar sem það er svo mikil vöntun á tamningarfólki, svo að svona meðalupphæð fyrir tamningu á mánuði er á bilinu 40-60 þús, en það fer eftir hversu þekktur tamningarmðaurinn er, hversu góða þjónustu eða aðstöðu tamingarmaðurinn hefur.
Ef maður tekur þetta allt saman, þá er uppihaldið um það bil 120 - 130 þús fyrir 4 ár (þ.e.a.s. ef þú tekur folaldið ekki inn) svo er folatoluurinn oft á bilinu 40-100 þús og að lokum er svo tamningin á 40-60 þús kr á mánuði (3-5 mánuðir)
Samtals : 280 - 530 þús kr (frá hæsta til lægsta mögulega verðinu)
Vona að þetta hafi eitthvað hjálpað þér ;)
Svo er oft hægt að komast á góðan díl hjá eitthverjum, en þetta er svona það sem reiknað er með á folaldið…