Oky þannig er að ég er að spá í að reyna að læra að ríða berbakt þar sem að ég á svo erfitt með að fá mig til að setja hnakk á hryssuna mína þar sem að mér finnst ég alltaf vera að kvelja hana svo mikið á því, ég hef alltaf svo miklar áhyggjur af því að ég sé annaðhvort að þrengja að öndunarveginum eða þrýsta rifbeinunum á henni of mikið saman og hvort gjörðin sé nokkuð of framarlega eða aftarlega. Veit aldrei hvað er rétt staða og ég hef engann til að leiðbeina mér og ég vill síst af öllu vera að kvelja hana eikkað. Svo lætur hún oftast illa eða semsagt er oftast að stíga eikkað til hliðar og eikkað þegar ég reyni að setja hnakk á hana eins og hún vilji ekki fá hann á sig sem gæti nottla verið út af því að henni finnst hnakkurinn eikkað óþægilegeur eða út af því að ég er ekki að gera það rétt og ég hef ekki efni á að kaupa nýjan og betri hnakk, auk þess sem ég veit ekkert hvernig hnakkur hentar henni best. Fékk þann sem ég er að nota núna ókeipis vegna þess að eikker sem frændi minn þekkir var að endurnýja svo ég hef því ákveðið að gefast bara upp á þessu hnakkaveseni og reyna að læra að ríða berbakt. En þá fór ég að pæla, þegar maður ríður berbakt að þá hlýtur maður að þurfa að þrýsta hnjánum eða löppunum soldið að hrossinu til að haldast á baki, allavega svona fyrst og við það myndast núningur sem gæti náttúrulega líka meitt hrossið, auk þess sem maður situr þá á mænuni og það getur bæði valdi mér óþægindum í rófubeininu sem og hrossinu í ja mænuni. Svo mér þætti vænt um ef eikker hér gæti kanski frætt mig umm það hvort það sé til eikkað teppi eða ábreiða sem sé sér hönnuð fyrir þetta, þá með míkingu þar sem það kemur yfir mænuna og sé fest einhvernveginn eða hvort maður þyrfti að hanna það einhvernveginn? jah bleeh kanske orðið of mikklar pælingar hjá mér, kanski engum hafi dottið svoleiðis í hug, virðist eikkað svo fjarstæðukennt hjá mér ;>) Allavega þá ef svo er með hvernig ábreiðu mynduð þið vitrari og reyndari mæla með fyrir berbakt reiðtúra eða ætti marr kanski bara að sleppa því. Er það alveg tilgangslaust og óþarft að hafa/notast við svona ábreiður?


ja og svo væru ábendingar um það hvernig best sé að ríða berbakt vel þegnar.


ps. og já svona rétt í lokin áður en ég hætti að kvelja ykkur með heimspekilegum pælingum mínum;>p Hvernig er með skeifu mál því það fer að koma að því að ég þurfi að fara að járna hana svo ég geti byrjað að reyna að læra þetta og komast í reiðtúra, en sá eini sem ég gæti mögulega kanski fengið til að járna fyrir mig krefst þess að ég reddi skeifum og fjöðrum og ég veit ekkert um skeifurnar sem voru undir henni í fyrra og kanske ekkert sniðugt að fara reyna nota þær aftur. Eru hross ekki með misstóra hófa, hvernig get ég séð það út, hversu stórar skeifur hún þarf og hver eru heitin yfir þetta svo ég viti hvað ég á að segja þegar ég panta þær. Og já, ég stór efast um að sá eini sem myndi kanski nenna að járna fyrir mig nenni að koma nema ég hafi þetta alveg tilbúið fyrir hann ;>/