Úff virkar orðið nokkuð erfitt, en ég myndi reyna svonamél
http://lifland.is/item.php?item=2248 gæti verið þetta uppábeygða sem þú varst að tala um, en málið er að það þarf að finna alveg réttu stærðina svo það virki almennilega, snúrumúl undir og tengja í hann, svo myndi ég setja krókamúl (
http://astund.is/product_img/3f8c66bf67ce0.jpg) eða spangamúl (
http://astund.is/index.php?id=1&activemenu=1&prod_cat=20&catalog_item=1456) yfir og herða til að hún næði ekki að opna kjaftinn til að setja tunguna yfir.. Annað get ég ekki ráðlagt þér, nema að taka mjög mjúklega á henni, venja mjög rólega við taumtak og slíkt þegar hún er með tunguna undir. Ríða henni með tengt í snúrumúl frekar en mélið ef það finnst méli sem hún fer ekki yfir á.
Samt sumum hrossum er bara ekki viðbjargandi með mélum, spurning með mélarlaus á slík hross, man eftir meri sem átti að selja og kunningi minn var að prufa, fyrst var komið með méli og höfuðleður frá eigandanum til að prufa, á því var spotti ætlaður til að binda tunguna, það var í fyrstu ekki gert, en merin baslaði á mélunum, reynt var grindarmél en hætt við þar sem merinni fór að blæða, daginn eftir var reynt eitthvað fleira, jafnvel svo bundið en ekkert gékk merin baslaði bara svo henni var skilað til fyrri eiganda..