Leitt að heyra, en er Freyr ekki bara ungur og lítið taminn? Þá gæti verið að svipað “prógram” og ég er með Eitil í virki eitthvað fyrir hann =) En Eitill er mjög hræddur við fólk, það er nokkuð víst að ég gat ekki riðið honum framhjá fólki á reiðvegi í fyrra, klárinn var of viðkvæmur til að ég færi út fyrir gerðið, þar hrekkti hann mann svo af í sjónhræðslu.
Þetta prógram kom óvænt upp og óplanað, í gær áhvað ég að tími væri til komin að fara á klárinn, þó hann væri járnalaus reyndar enþá, nema þar sem hann hrekkti mig illa í fyrra þá fór ég fyrst á hann inni í stíu, og svo fram á ganginn í hesthúsinu, þar var við annan endann verið að járna, þar var slatti af fólki að koma með hestana sína inn, hleypa út, fara á bak og fara frammhjá í tíma og ótíma, en gangurinn er nógu lítill til þess að klárinn gat ekki forðað sér nema nokkur skref aftur á bak eða áfram, svo þar með vandist hann fólkinu talsvert á þessum stutta tíma, það var maður sem lyfti upp höndunum og bisti sig við hann og hann lét nægja að bakka fáein skref, en allavega hvernig gæti það henntað Frey, er hann ekki sjónhræddur annars, minnir að ég hafi lesið það um daginn.. Eins er hann á einhverjum fóðurbæti núna? Mikið af fóðurbæti fer skelfinlega mikið í hausinn á hestum, hef heyrt að hafrar séu ekki sniðugir t.d. ef hesturinn er eitthvað erfiður fyrir.
Ef þú getur komsist á gang í hesthúsi sem er nógu breiður til að tveir hestar geti mæst þar, jafnvel völl með góðri girðingu meðfram báðu meigin eða eitthvað sem þú ert viss um að hann fari ekki yfir, riðið honum fram og til baka með písk og fengið einhvern til að ríða framhjá honum, fara af baki og teyma klárinn framhjá honum og slíkt, klárinn verður að læra að þó það komi hestur á móti eða hestur í samreið fari í aðra átt en þú ætlar þá eigi hann samt að hlíða, allavega þá hljómar þetta allavega sem svolítið agaleysi fyrir mér heldur en að eitthvað væri að angra hann verulega, þá býst ég við að hann myndi sína þetta líka án þess að hestur kæmi á móti, rökrétt eða?
Hestur sem fattar að hann komist upp með eitthvað gengur bara á lagið, gerir meira og meira til að sjá hve langt hann komist, svo eins og er myndi ég ekki ríða út á honum, fara bara í gerðið eða innan dyra, í einhverjar æfingar og agaþjálfun, öðlast sjálf traust á honum áður en þú ferð að fara útfyrir aftur =)
En annars er ekkert að því að láta dýra tékka á honum, hvort hann sé með hlandstein eða gadd eða eitthvað sem sé að ýta undir þessa hegðun hans…
En endilega haltu áfram að teyma hann með líka, það gerir honum bara gott, en það er miskilingur að það að hætta að fara í reiðtúra þegar hann lætur svona geri hann verri, ef hann hefur bara verið að versna þá verður að breyta til með þjálfunina.
Vonandi að þetta hjálpi eitthvað.