þannig er mál með vexti að Kjarkur er orðinn 17 vetra. lélegur í fótunum Sjónhræddur og bara latur og leiðinlegur. ég er ein í fjölskyldunni minni í hestum. mamma var búin að áhveða það að láta vinkonu mömmu fá hestinn á meðan ég var egilega meira farin að hallast að því að fella hann. en samt jú það væri alveg möguleiki að vinkona mömmu geti tekið hann ef hann bara aðeins verður betri. hann hefur amk letina.
en svo í dag þá sýndi hann mér mikla sjonhræðslu og bakkaði bara. ég auðvita sýndi áhveðni við hann en hann hunsaði mig. með þennan hest eins og hann er þá er ekkert auðvelt að fá hann ofan af hlutunum. eftir smá ströggl gafst ég upp fór af baki og teymdi hann framhja því sem stóð í vegi fyrir því að hann færi áfram. fór svo á bak og reyndi eins og ég gat að fá hann til að brokka þótt það væri ekki nema eitthvað smá. síðan þegar ég sneri við og ætlaði til baka þá fór að bera á smá helti hja honum.
vinkona mömmu getur ekkert tekið hann svona. það langar engum í svona hest þótt hann hafi staðið sig vel á mótum og hafi einusinni verið rosa góður og þótt hann sé taumléttur og allt það.
foreldrum mínum finnst ég vera fölsk að vilja ekki láta vinkonuna fá hann þótt það sé ekki í nema einhvern tíma til að prufa. vinkonan er búin að pússa upp hestagræjurnar sínar og er með allt klárt er bara að bíða eftir hestinum.
þau skilja ekki að það sé hrossinu bara fyrir bestu að lóga honum strax.
þetta er rosalega erfitt ég er búin að vera með þennan hest í 4 ár þessi ár hafa verið mis góð. hann haltur og hann ekki haltur. þessi hestur er algert sirkusdýr ég hef lært margt af honum og ég hef kennt honum margt og farið á mörg námskeið á honum. þetta er mikil eftirsjá.
á ég ekki frekar að leyfa honum að fara strax heldur en að láta hann kveljast ef hann meiðir sig nú eitthvað. haldiði að konan geti tekið hann? hún var mikið í hestum þegar hún var yngri en hefur bara farið örfáum sinnum á bak síðan hún var á aldri við mig. haldiði að hún geti tekið hann :S. eða er ekki miklu betra að láta hann bara fara.
Bætt við 6. janúar 2008 - 17:30
þegar ég fékk þennan hest 12 vetra þá var hann mjög góður og hentaði mér vel. hann hefur staðið sig mjög vel á mótum og yfirferða töltið hja honum var algert gull. þetta er bara alls ekkert sami hesturinn í dag.
“þú mátt alveg hafa þína skoðun en mundu bara að þín skoðun er röng.”