Sumir hestar eru mjög viðkvæmir fyrir þessu, ekki er þetta sami hesturinn og var spenntur fyrir flugeldunum? Allavega sá hestur hjá mér er verulega erfiður í fóðrun á húsi, fitnar ekki á heyji, fyrsti veturinn sem ég var með hann á húsi var farið að gefa honum nær tvöfalda gjöf, auk þess að eftirlit dýralæknis var með honum en áfram hélt hann að grennast, vöðvarnir rýrnuðu talsvert, verst sást á bakinu, ég byrjaði að gefa fóðurbætir eftir tilsögn frá dýra, þá múkkaðist hann, svo skipti ég yfir í hnokka sem stoppað hann aðeins af ef ég hreifði hann ekki mikið en það endaði með því að ég varð að henda honum snemma út til að redda málunum, en hann jafnaði sig á grængresinu um leið. En eftir það byrjaði ég að gefa hnokka alveg í byrjun vetrar, hann varð aðeins of grannur en ekki eins illa haldinn eins og fyrsta árið, en svo þegar ég fór með hann í Söðulsholt þá fékk hann bygg og snarhætti að horast niður, fór að fitna, náði upp stórum hluta af þeirri vöðvafyllu sem hann hafði misst, og planið í ár er að ná aftur í bygg =)
Vonandi hjálpar þetta eitthvað, annars þá hef ég heyrt að það sé hægt að fá dýralækni til að sprauta hross með vítamínum, en allavega ráðlegg ég þér að passa upp á hann strax, það er auðveldara að grenna hross en að fita það, láta hann éta eins og hann vill en hækka skammtinn ekki of skart samt, það virkar oft vel að gefa úr netum, minni hætta á heyleiða þá.