Sko réttara væri í rauninni að tala um einskipt og tvískipt. Mél sem skiptast á einum stað eru í tveim hlutum, þannig mél geta klemmt aðeins en voru mjög mikið notuð áður fyrr, eina svoleiðis mélið sem ég nota eitthvað í dag er gata mél, en þar sem það tíndist í flutningum þá nota ég það nú varla núna =)
Mél sem skiptast á tveimur stöðum eru í 3 hlutum, þau eru oft þjálli í munni og aðlagast mörgum hestum betur, en hestar eru mjög mismunandi, það getur tekið heillangan tíma að finna réttu mélin, ég hef mikinn áhuga á mélum og á það til að kaupa eitthvað bara til að prufa, en ég nota helst “þrískiptu” mélin, þ.e. mél í þrem hlutum.
En það er mjög margt sem getur breytt til í mélum, ég notaði mikið “þrískiptan” kopar, með vægri baslvörn en það varð of slitið og þá skipti ég í að nota mikið “þrískiptan” sætmálm með koparhringjum á miðstykkinu, á þannig hálfstangir líka og þetta hefur allt nýst vel =)