Hæhææ.

Þar sem áhugamálið er svona dautt núna, þá ætla ég að koma með spurningu til ykkrar, sem stundið keppni á hestum.

Þannig séð, hvernig var fyrsta keppnin?

Á hvaða hesti?

Gekk vel eða illa?

Fékkstu eitthverjar skemmtilegar fréttir eftir keppnina? t.d hamingjuóskir eða eitthvað annað?

Stressuð eða ekki?

———————————————

Ég skal segja ykkur frá minni fyrstu keppni. það eru að verða tvö ár síðan, en ég skal gera mitt besta og reyna að muna þetta almennilega.

———————————————

11.fepr.2006. 1.Vetrarleikar Gusts.

Ég fór snemma upp í hesthús. Hleypti klárnum út sem ég var að fara að keppa á. Eins gott að hann velti sér ekki, þannig ég stóð “vörð” um hann. Gott, hann velti sér ekki. Tók hann inn og kemdi honum og gerði hann “fínann”. Klukkan varð að verða “tími til að koma sér niður í reiðhöll”. Ég lagði á og stökk á bak. klárinn var viljugur og skemmtilegur. Var með venjuleg hringamél og gaurinn svaraði þeim vel. Sex vetra minnir mig að hann hafi verið. Ekki langt síðan það var gelt hann. En hann var mjög rólegur gagnvart öllu þessu. Meira segja mér, stress hausi. Ég var önnur inn í reiðhöllina. Hæga töltið var mergjað. Hesturinn á dúndurhreinu tölti og fór vel um. Var reistur og bar sig voða vel. Þótt ég hafði svaraði vel hreyfingum hestsins. Þá sást vel að þetta var fyrsta keppnin mín. Þegar þularinn sagði okkur að fara á yfirferð, þá vissi ég ekkert hvað það var, þannig ég var bara ennþá á hægu og fór aðeins hraðar.. Sem bjargaði þessu alveg. Þegar komið var að niðurstöðu. og komið var á þeim sem voru í fyrsta og öðru, þá var kallað mig upp í annað sætið. Flautað og klappað þegar ég og sú sem var í fyrsta fórum í verðlaunasætin okkar. Þetta var æðisleg tilfining. Vera búinn með fyrstu keppnina sína og þetta gekk nú bara vel. Þótt ég hafi ekki vitað hvað yfirferð var.. ;p

Ég var ný byrjuð að stunda hestamensku í bænum.(rvk).. Þannig ég vissi ekkert mikið um keppnir og gangtegundirnar.. Bara búinn að umgangast hina almennu sveita hesta.

=)..

Þetta er orðið langt.. En endilega segjið frá ykkar fyrstu keppni, ef þið munið eftir henni :)

En annars úrslitinn voru svona, eins og ég man þau.

1. Sigrún.
2. steinunn (ég, lilje)
3. ?
4. Berta.
5. ?







Bætt við 30. desember 2007 - 20:26
Já, svo endilega þá þarf ég að gleyma að segja ykkur á hvaða hesti ég keppti á..

En það er hann Stakkur frá Þúfu.

Kvistur minn er undan honum.
— Lilje