Núna eru 2 minna komnir á járn, fékk sjokk þegar ég kom inn í húsið og Strákur sem eiginlega átti að vera járnaður síðast en hófarnir voru farnir að láta á sjá stóð úti á gólfi í járningu, hálf pirraður, Þokki þá búinn en Eitill Amor eftir, kallinn hefur séð hvernig hófarnir á Strák voru orðnir og þar með tekið hann á undan =)
Fór skeifnasprettinn í dag, stuttan reiðtúr á Þokka, hreyfigleðin var að drepa hann svo það var farið aðeins hraðar en hæfilegt er, nota stangir næst til að halda honum rólegum, eða tek hann bara í tvítaum..
Strákur fékk teygjur fyrst (tæki til að venja trippi við réttan höfuðburð og taumhald, tengt í hnakkinn) þá kom hann mér mikið á óvart, hrekkti hnakkinn nokkrum sinnum svo ég fór bara fyrst í hringgerði og svo í stærra gerði, fer ekki alveg strax útfyrir á honum, allt of spenntur =)