,,Raunverulegur gæðingur er hver sá hestur sem henntar eiganda sínum fullkomlega, fyrir óvant barn er það lata rólega og trausta hrossið, fyrir almennan reiðmann er það góður þjáll meðalviljugur töltari og keppnifólk er það vinkilhágengi, hreingengi hesturinn með góðan höfuðburð, gæðingur er það hross sem fólk leitar að hverju sinni. Eins manns bykkja er annars gæðingur!"
Hann var þarna algerlega sammála mér en mamma var ekki sátt við svar mitt, vildi meina að gæðingur væri alltaf öskurviljugur hraðskriður og hlýðinn, en slíkur hestur henntar bara ekki öllum, sérstaklega byrjendum, þó hrossið sé hlíðið þá er byrjandinn kannski gjarn á að gefa því misvísandi skipannir, eða alveg óvart gefið skipun um eitthvað sem hann er ekki tilbúinn í, svo gæðingur fyrir óvana ætti því að vera rólegt hross sem er ekkert að akta á sekundunni sem það fær skipannirnar er það ekki?
Hvað er gæðingur í ykkar augum, hvernig er þinn gæðingur?
Minn gæðingur er traustur þegar á reynir, en fjörmikill, viljugur og sjálfstæður, ögrar manni til hinns ítrasta og reynir talsvert á kunnáttu manns og þolinmæði, en getur verið hinn skemmtilegasti útreiðarhestur þess á milli, í öðrum orðum þá er ég að lýsa Þokka mínum frá Þórshöfn, þó þessi lýsing eigi víst vel við kærasta minn líka =P
-