Tja, Þokki hefur lært talsvert seinnipart síðasta vetrar og hætti allavega tímabundið að rjúka, hefur ekki rokið neitt að viti síðan í byrjun síðasta vetrar =)
En hins vegar þá hefur mér gengið ágætlega með mínar hannannir og hugmyndir, þó það virki kannski ekki alveg eins vel þá skiptir það ekki svo miklu máli, talsvert ódýrara auk þess að þetta er hobby hjá mér að hanna hluti eftir mínu eigin höfði, en allavega er teygjan sem ég keypti eins tengd og stór hluti af beislinu, enski múllinn sem ég hannaði á Þokka minn hefur reynst mjög vel, þar til spangamúllinn leisti hann af, en hann hannaði ég úr mexikönskum krossmúl sem pabbi keypti þegar það var eitthvað vesen að taka mig með líka þegar farið var í Borgarnes og ég vildi fá að skjótast með og fara í knapann og ná mér þar í enskann múl með skáreim, en sá múll passaði bara ekki á klárinn.
Sem dæmi þá, hannaði ég gjörð sem hefði nýst sem hringtaumsgjörð en hún tíndist því miður, mun líklega smíða aðra einhverntíman ef ég nenni því, hún var hönnuð til að ríða berbakt með ístöðum, svo splæsti ég saman stallmúl úr venjulegu reipi til að redda mér síðasta vetur og svo núna splæsti ég saman tvítaumstauma sem tengjast í hnakk í stað hrintaumsgjörð en sú hönnun kemur frá konu Reynis Aðalssteinssonar, sem ég man því miður ekki hvað heitir =)
Hef hannað ímislegt í gegnum tíðina með góðum árangri svo ég hef fulla trú á þessu, sá hönnunina nokkuð vel á myndunum þarna, einfallt með þeim hlutum sem ég er með =) meðal annars þóttu hnúajárn sem ég hannaði um 15 ára mjög spennandi, hinsvegar er það einmitt eitthvað sem á bara eftir að lærast með reynslunni að stilla þetta rétt.
Eins er ég með hönnun í huga varðandi aðstöðuleisi í Neðri Fák, til að búa mér til aðstöðu hvar sem ég er án þess að það trufli fólk í kringum mig, sem verður eflaust forvitnileg.