Það er alveg í lagi að járna hestinn beint af kerrunni, suma hesta er jafnvel best að járna þreytta, ef hestarnir eru frekir og erfiðir í járningu þá er oft betra að hafa þá svolítið þreytta, þeir þreytast á löngum kerruferðum, það er mikil þjálfun fyrir þá að standa á kerrum, sumir hestar kófsvitna alveg af því..
En annars eru hestarnir mjög misjafnir, Þokki minn var rosalega kerruhræddur, er núna bara mein illa við kerrur meðan Strákur kippir sér lítið upp við svona ferðalög.
Bætt við 4. desember 2007 - 04:37
Hestar þurfa ekki að vera á járnum í kerrum, en helst þarf að járna hross sem fyrst á húsi ef það myndast hálka á leiðinni út í gerðið, hef heyrt af góðum hesti sem datt í æsingnum við að komast út og jafnaði sig aldrei, um leið og það varð kalt hreyfði hann sig ekki, svo slæmur í fætinum, á endanum var hann skotinn þá um 11-12 vetra held ég.