Hugmyndin er að saman myndum við setja upp stóðhestavef, allt öðruvísi stóðhestavef en gengur og gerist.
Það sem yrði frábrugðið er að ég myndi nota leitina og leita eftir hinum og þessum stóðhestum innan huga, finna það sem við innan /hesta höfum sagt um hina og þessa stóðhesta, alltaf þegar rætt verður um nýjan hest myndum við bæta við vefinn, ef maður er að spá í hesti til að halda undir, vill maður þá ekki vita hvernig hann hefur reynst, hvernig hross hafa komið undan honum og svoleiðis? Hversu vel þetta gengi færi þar með allt eftir því hversu vel fólk væri duglegt við að bæta við upplýsingarnar.
Ég myndi setja lista af stóðhestunum inn á textakubb eins og þennan með hestamannafélögunum http://www.hugi.is/hestar/bigboxes.php?box_id=83339
Þar kæmi fram nafn og skráningarnúmer, jafnvel eiganda og svo linkur á grein á kubbi (svipuðum tips&trick kubbnum http://www.hugi.is/hestar/providers.php?boardId=626 ) þar sem ég myndi setja upp smá upplýsingar, líklega dóm eða eitthvað og svo fyrir neðan myndi ég svara greininni með linkum á hinar og þessar upplýsingar sem komið hafa fram á /hestum, aðrir gætu svo svarað greininni líka með upplýsingum sem þeir vita um klárinn eða linkum í einhverjar upplýsingar innan /hesta sem voru ekki þegar komnar.
Ég vona að einhver skylji lýsinguna á því hvernig ég myndi vilja setja þetta upp, en endilega segið ykkar skoðannir á málinu, hvernig mynduð þið vilja hafa svona lagað upp sett? =)
-