Þetta kallast smíðað tölt…
Hestarnir hafa tapað því náttúrulega tölti sem þeir höfðu í upphafi.
Einnig eru hestarnir járnaðir á framfótunum alveg hrikalega þungum skeifum, ásamt botnum og auk þess hlífum. Þau voru áður fyrr með keðjur en nú til dags er búið að banna það í flestum keppnum.
En það er hægt að sjá marga Tennessee hesta sem tölta “eðlilega” ef það má kalla það það.
Takið eftir afturfótunum á hestunum. Þeir draga þá eftir sér, þ.e.a.s. nota þrístuðning á tölti, tippla aftari tánni en beygja ekki hækilinn eins og íslenskir hestar gera.
Ég myndi vilja segja að Íslenski hesturinn væri mikið flottari, en það er því miður ekki satt þar sem hið hreina tölt Íslenska hestsins er á hraðri niðurleið með þessari Orradýrkun sem nú er í gangi.
Mörg hross, og þá sérstaklega undan Orra og Orraafkvæmum hafa enga afturfótaspyrnu heldur láta afturfæturna bara dangla með, líkt og Tennessee hestarnir gera.
Þessu þarf fólk að átta sig á ef Íslenski hesturinn á ekki að enda svona…