Já, langar að gera svona alminnlegt um hestana ;) njótið :D

Gítar frá Draflastöðum:

Vor 1998 fæðist brúnn hestastrákur. Fallegur undan Fiðlu frá Arnarstöðum og Landa frá Sauðárkróki. Hann var alveg ótaminn fram að 7 vetra aldri. Þá tók tamningarmaður og byrjaði að frumtemja hann. Haustið 2005 var hann orðinn 7 vetra og átti að selja alla hestana á bænum. Ung stúlka skoðar Gítar, en hættir við að kaupa hann. Maður að nafni Jóhann skoðar hann og sér strax að þetta er þrusu hestur og kaupir hann. Gítar varð hestur stúlku að nafni Katrín og fékk hún hann í fermingargjöf árið 2006. Gítar var sendur í mánaðar tamningu og þar var lítið sem ekkert gert við hann. Veturinn 2007 var Gítar 9 vetra og var tekinn á hús í bænum af Jóhanni og Dóri og Jóhann tömdu klárinn. Út kom þessi þrusu hestur. Með þvílíkt tölt, brokk og skeið. Allan gang, þrusu viljugur. Gítar er kallaður Tinni því það er svona fallegra. Tinni reysir hausinn hátt og lyftir ágætlega. Hann er ekkert ofur viljugur að sjá útí gerði en þegar þú ert að koma þér á bak hendist hann á stað og er sko til í fjörið. Tinni minn er sá allra besti og mér þykur óendanlega vænt um hann. Hann er ástin í lífi mínu og ég mun hugsa eins vel og ég get um hann og ég get. Tinni minn er sá besti <3.


Fjalla-Jói frá Arnarstöðum:

Vorið 2003 fæðist jarpskjóttur,sokkóttur, skottottur og stjörnóttur hestastrákur. Undan Rauðku frá Eyvindastöðum og Blika frá Kjalarlandi. Hann var alveg óvanur mönnum fram að 3 vetra aldri. Haustið 2005 er verið að selja alla hestana á bænum og ákveðið var að ung stúlka að nafni Sonja fengi hann. Hætt var við því hún átti víst nógu góðan hest. Í staðin átti ung stúlka að nafni Katrín að fá gráan hest en hún fékk að velja milli Fjalla-Jóa og gráa hestsins. Hún kemur og velur þann jarpskjótta. Veturinn 2006 er Fjalla-Jói tekinn á hús og var alveg brjálaður, ekki mikið hægt að klappa honum og hann var styggur. Svo veturinn 2007 var hann tekinn í bæinn og eftir 4 daga var hann eins og fulltaminn hestur. Byrjað var að temja hann og allt gekk vel, hann var fljótur að læra og var hundurinn hennar Katrínar eiginlega. Katrín fór svo á hestbak á honum og allt gekk vel. Hann er kallaður Gustur því það er fallegra. Gustur minn er sko allra bestur líka. Hann er ástin í lífi mínu líka. Ég mun hugsa eins vel um hann og ég get. Gustur minn er sá besti <3.


Spotti frá Víðidalstungu II:

Vorið 2005 fæddist brúnskjóttur hestastrákur. Hann var undan Kaðli frá Víðidalstungu II og Eldingu frá Víðidalstungu II. Árið 2006 var hann keyptur af fólkinu sem átti hann og hann settur í happdrætti. Kona að nafni Hrönn vinnur hann. Þar sem hún er ekkert í hestamennsku ákveður hún að selja Jóhanni og Katrínu dóttur hans hestinn. Þau fá hestinn 2007 og þá er hann tveggja vetra gamall. Spotti er stór hestur meðavið aldur. Hans nafni var ekkert breytt því Spotti er svo sætt nafn. Hann lofar góður held ég því hann er vel ættaður. Hann verður vonandi eins og Tinni og Gustur, sá allra besti, ástin í lífi mínu og við pabbi munum hugsa eins vel um hann og við getum. Spotti er sá allra besti <3.

Meðal annars þá eru myndir af þeim í albúminu,, :D vonandi nenntuði að lesa og engin skítakomment, ef þú ætlar að kommenta eithvað ljótt, þá skaltu hafa það fyrir sjálfan þig, ég vil ekki vita það.. ;)

Takk fyrir:D