Sko… ég er búin að kynna mér þetta ágætlega lengi og lesa fullt um þetta og sjá mismunandi tegundir af þessu.
Þetta beisli virkar ekki eins og mörg svona mélalaus beisli. Þau beisli eru þannig hönnuð að þau kæfa hestinn og neyða hann þannig til að stoppa…
Þetta beisli, on the other hand, virkar þannig að höfuðleðrið er nákvæmlega eins nema að það koma tvö bönd sitthvorum megin niður, undir hausinn. Þessi tvö bönd koma í svona nokkurnveginn kross og gerir það að verkum að þegar maður togar til dæmis í vintri tauminn, þá kemur þrýstingur á hægri hlið hestsins og stýrir hausnum sjálfum til vinstri.
Nákvæmlega eins og beislið gerir, þegar hausinn á hestinum færist þá fer hesturinn í þá átt.
Þetta mélalausa beisli er því risastórt stökk í góðri þróun á réttindum og þægindum dýra og ég hafði samband við umboðsaðila þessa beislis og þau segja að þau hafa aldrei áður sent beislið til Íslands.
Því er þetta beisli ekki til á Íslandi. Allavega eikki nákvæmlega eins og beislið hans Dr. Cooks (kallinn sem fann þetta upp heitir það)
Ég ætla að kaupa mér þetta beisli núna rétt aður en merin mín kemur inn og þá á eftir að koma smá reynsla á þetta, og ég get látið ykkur vita hvernig þetta virkar ;)
En það er nefnilega trygging á þessu beisli, ef manni líkar það ekki eða finnst það ekki virka þá sendir maður það til baka og fær það endurgreitt. Ef það er innann 30 daga.
Kíkiði endilega á www.bitlessbridle.com og vafriði um síðuna, lesiði commentin hjá fólki sem keypti sér svona og hesturinn breyttist bara í annan hest eftir þetta. Meira að segja fólk með íslenska hesta í Ameríku segir að það sé ekkert mál að fá hestinn til að tölta með þetta.
Hesturinn þarf að vísu smá tíma að aðlagast beislinu og kunna á það, en þetta er ekkert óöruggara að ríða með svona en venjulegt mél. Eiginlega er það þvert á móti þar sem hesturinn meiðir sig þá ekki í kjaftinum núna og er laus við allann kvíða og svona við að fara í reiðtúr og vera hræddur um að fá sársauka í kjaftinn.
Ég mæli með því að þið kíkjið á ´siðuna og skoði myndirnar þarna og greinar um hvernig þetta virkar.