Meigin ástæðan fyrir ánægju minni af hestum var í upphafi adrenalínkickið, svo var mér hennt illa og eftir það var bara einn hestur í meira en ár sem ég gat riðið, panicaði nánast gagnvart flestum öðrum hestum. Svo á þeim tíma var ég að byrja með trippið mitt, ég var aldrei óörugg með honum en vinkonu minni tókst svo að draga mig á bak á næstum öllum hestunum í húsinu hjá henni, meðal annars hesti sem margir voru í vandræðum með eiginlega bara eigandinn sem réð eitthvað við hann, en það sagði mér enginn það og hann var bara yndislegur =)
Þessi vinkona mín á víst heiðurinn af að hafa náð miklu af upphaflega kjarkinum í mér aftur, en svo náttla fór ég að vinna á tamningarbúi á lítið tömdum en reiðfærum trippum þar, reyndar voru 2 eða 3 sem höfðu ekki farið út fyrir gerði. En þar gekk allt ágætlega.
En svo í vetur fékk ég nýjan hest sem átti að vera hrekklaus, eftir um 4 skipti í gerðinu og dútl krinum hesthúsið ætlaði ég í reiðtúr á þessum hesti, þá sá hann stóran olíubíl hinum meigin við á sem lyggur milli hesthúsanna, og þá byrjuðu lætin stunga eftir stungu, ekkert rosalega djúpar held ég en ég var ekki viðbúin svona hrekkjum og hann náði mér uppúr hnakknum og ég náði aldrei að hitta á hnakkinn aftur svo á eitthvað á milli 5 og 8 stungu, átta mig ekki alveg á fjöldanum þá stökk ég af, en það var ekki af því að ég væri ekki að ná að tolla á baki heldur af því ég vissi að höggin framan og aftan á hestinum gerðu mér meiri skaða en lendingin á jörðunni.
Þegar hesturinn náðist loksinns aftur þá var farið að dimma svo það þýddi ekkert að fara á svona sjónhræddan hest, þá náði ég í ÓÞokka minn sem er alvanur í svona rökkri en þar sem ég var verulega slæm frá rófubeini og uppúr þá ætlaði ég bara stutt og rólega, hesturinn rauk þá af stað, ætlaði að skilja mig eftir á brú á bakaleiðinni, þar var hlið yfir hálfa brúnna við endann en þar sem ég var að beygja honum frá því þá hætti hann við það en þá var ég að beygja honum niður frá hesthúsinu og þar með var rifið í tauminn stokkið upp með krippu og upp með rassgatið á fullri ferð og vitanlega flaug ég af lendi á öfugri hlið við hvorri ég datt á rétt áður en Óþokkinn minn var snöggur heim, eina skiptið sem hann hefur skilið mig eftir ef ég dett einhverra hluta vegna af baki…
En þessi tvö föll í röð náðu smá ótta í mig aftur, stuttu seinna var hringt í mig og mér boðin vinna við tamningar, það var ekki fyrr en í síðasta mánuði þeirra þriggja sem ég vann þar sem ég var farin að fá kjarkinn aftur að einhverju viti og þá verð ég slegin, eftir það var ég aðeins í hestunum í Ólafsvík, en flyt svo fljótlega til Akureyrar í mánuð og var því ekki nóg í hestum þá, síðan hef ég farið tvisvar á Þokka minn og á sitthvort trippið sem ég fékk í tamningu fyrir norðan en ég varð að hætta við þá vinnu vegna ónefndra ástæðna.
Svo það að missa kjarkinn er orðið nokkuð algengt hjá mér, en það sem hjálpaði mér mest var þegar ég fór í tvo reiðtúra með kærasta mínum, þar sem hann réð lítið yfir hraðanum á merinni sem hann var á og þetta endaði mest allt á stökki eða yfirferðar tölti eða brokki, þá var ég á Stráksa sem ég almennt lét ekki stökkva þar sem hann skorti svolítið jafnvægi á stökki með knapa á baki á þessum tíma, eins það þá tel ég best að fara rólega á trippum í byrjun, en adrenalínið fór í botn og allt í einu mundi maður hvernig fyrstu reiðtúrarnir mínir á Þokka voru hérna áður fyrr, þeir voru æðislegir en býsna hraðir þar sem klárinn var allt of viljugur fyrir byrjendur =)