Reyndar eru hrossin ekki fulltilbúin fyrir tamningu fyrr en 4-5 vetra. Helst 5 vetra. Ef það er byrjað mikið fyrr getur það hægt á líkamlega þroskanum og andlega þroskanum jafnvel líka. Hrossin eru ekki tilbúin til að bera 90 kíló (flestir eru eitthvað um það) 4-5 vetra þó mörg geri það. Hross sem eru 4 vetra eru í raun bara eins og unglingar hjá okkur. Maður fer ekki að setja ábyrgð fullorðins einstaklings á ungling? er það nokkuð?
Þetta er nokkuð sama með hestana, þau eru ekki andlega tilbúin 4 vetra þar sem þau eru enn það “barnaleg”.
Þó talað sé um það að það sé betra að byrja fyrr en seinna er það bara alls ekki satt þar sem náttúrulegi þroskinn í hestinum ruglast. Líkamlegi þroskinn hættir ekki fyrr en um 5 vetra aldur og stundum hættir hann eða hægist á honum vegna þess að hrossinu er ofriðið eða bara allt of miklu þröngvað upp á hann. Semsagt, of miklar kröfur eru settar á hestinn.
Það sem ég er að reyna buna út úr mér með síður en svo góðu móti er að best er að byrja á tamningu 4 vetra. Taka hrossið þá inn, gera það bandvant og hnakkvant, jafnvel setjast á það nokkrum sinnum í gerði og svo bara henda því út í eitt ár. Taka það in þegar það er 5 vetra og klára dæmið. Semsagt gera það almennilega reiðfært og gangsetja það =)
Það finnst mér allavega ;)