Hafiði lent í að áður alþægir fulltamdir hestar fari að stinga sér uppúr þurru?

Nýlega hafa nokkrir kunningjar mínir lent í því að áður alþægir hestar, vel tamdir milli 11 og 14 vetra hafa farið að hrekkja illilega.

Um daginn var mér sagt af meri sem er í hesthúsinu hjá okkur, að hún hafi nær náð eigandanum af sér með áður óþekktum stælum, stungum þar á meðal. Hvernig sem það atvikaðist þá bauðst ég til að setjast á merina og taka hana aðeins í gegn inni í gerði, taldi ég þá að hún væri bara í hestalátum eða eitthvað, en þegar ég fór á hana var merin bara þæg og ekkert óvenjulegt gerist.

Núna er verið að segja mér að einn vígalegasti hesturinn á húsinu (tel mína ekki með því ég get ekki litið nógu hlutlaust á hvort þeir séu vígalegri eða ekki) drulluflottur hestur, sem átti reyndar til smá stæla í byrjun þegar fólk fór á bak áður, sé farinn að henda fólki ýtrekað, byrji strax í byrjun að prjóna og stinga sér þar til fólk sé farið af.

Reyndar þá voru stælarnir í byrjun það miklir í byrjun vetrar að ég bauðst til að setjast á hann og eins og með merina gerir hrossið ekki neitt, en núna er það spurning hvort ég reyni aftur hvort ég geti komið einhverju viti í klárinn á eftir, svona þar sem ég þekki hann og trúi þessu í raun ekki uppá hann. Eða ég fer á hann ef eigandinn gugnar ekki á að leyfa mér það eða það komi leiðindar veður áður.

En kannist þið við að tamdir gamlir áður taldir nokkuð traustir hesta snappi svona bara einn daginn? Þætti gaman að heyra einhverjar reynslusögur þar sem þetta er að gerast mikið í kringum mig núna :O

Ég kem svo með framhaldssöguna ef ég fer á folann ;)
-