Sko…þarna er ég ósammála þér, því mér finnst að leiðin til að ná kergju úr hestinum eigi ekki að vera ofbeldisfull. Það er einmitt út af ofbeldi eða erfiði sem hesturinn byrjar með kergju yfir höfuð….=) (nenni ekki að útskýra af hverju hérna ;))
En fyrir svona harða hesta, eins og Óþokka, getur það virkað að koma vel við hann með písknum um leið og hann gerir eitthvað vitlaust, en ekki eins og myndbandið af þessum umrædda manni sýnir. Hesturinn geðri ekekrt sýnilegt, en samt fór gaurinn af baki og lamdi hann í klessu, sparkaði í hann og kastaði steinum í hann….
Svona í alvöru…helduru að hesturinn viti afhverju hann er laminn svona? Nei hann veit það ekki vegna þess að honum finnst hann ekki hafa gert neitt rangt, þar sem það var kannski langt síðan hann gerði það.
Ef hesturinn fær kannski t.d. pískinn vel í rassgatið um leið og hann skvettir, þá skilur hann afhverju hann er beittur þessu og að megi þetta ekki, því höggið er vont. Hann vill ekki fá það aftur. En þá líka veit hann að hann á ekki að skvetta, því þá kemur pískurinn.
En eins og þetta með kergjuna, maðurinn á myndbandinu sagði við Daniel Ben, vefstjóra á hestafrettir.is, að hann hefði veirð að ná úr þessum hesti kergju.
Finnst þér það besta aðferðin við kergju að fara af baki og lemja hann svo?
og í þokkabót í andlitið? Seinast þegar ég vissi bakka hestar við það að vera lamdir, eða fá þrýsting framan í sig….
Ég er sammála með að svona hesta eins og Óþokka, harðir af sér og svona “töff” má segja og stoltir, mega alveg fá pískinn vel í sig, en þegar maðurinn fer að gleyma sér og ber hestinn aftur og aftur, þá virkar það ekki, því hesturinn veit ekki lengur fyrir hvað hann er barinn. Ef pískurinn kemur á háréttu augnabliki, þá gæti þetta virkað.
Með þessu er ég ekki að segja að ég sé sammála að hestar séu lamdir eða barðir, bara svona ef þeir eiga það skilið…ég er að meina að mér persónulega finnst sumir hestar þurfa svona smá…en maður þarf að læra inn á hestinn áður en maður fer að gera eitthvað, og vita hvernig hann gæti mögulega brugðist við.
Endurtekning er alls ekki gott og gerir hestinn bara fráhverfari manni, því það er sannað, að hestur sem ber virðingu fyrir manni og treystir, gerir miklu meira fyrir manneskjuna, en hestur sem ber aðeins virðingu fyrir manninum út af ótta.
Ég hef sannreynt þetta sjálf, þar sem frændi minn beytir stundum þessum “ofbeldistamningum” og svo sé ég muninn á hans hrossum, sem hann gerir þetta við(hann gerir þetta ekki við alla) og minni. Mín er svo yndisleg, hún eltir mann og vill vera með manni. Hún flýr ekki þegar maður ætlar að ná henni, jafnvel þótt maður hristi beislið framan í hana, þá fer hún ekki. Hestarnir hans hlaupa 10 km í burtu ef þeir einfaldlega sjá mann, eða beisli….
Það má deila alveg endalaust um hvernig best sé að temja hesta, en ég er viss um að ofbeldislaus tamning skilar sér best. Og þannig ætla eg að temja mína meri og hross í framtíðinni =)