Sorg ríkir í mörgum hjörtum nú. Gæðingurinn Örvar frá Selfossi er farinn, réttara sagt; hann er dáinn. Farinn að elífu. Hann dó um nótt á Miðvikudegi 24.apríl 2007. Hann Örvar og Bíbí(ein af eigendum hans) voru nýbúinn að vinna önnur verðlaun í Kvennatölti Gusts, síðastliðið Kvennatölt Gusts. Klárinn hefur unnið til margra verðlauna. Hann var reyndar bara nýkominn í eigu Bíbíar og Bjössa. En svo fékk hann hrossasót á mánudaginn sem var að líða, hann lifði í 2-3 daga. við héldum að hann væri að jafna sig. En svo var ekki. Á þriðjudaginn var ég uppí hesthúsi, oghesturinn sem hafði alltaf verið að biðja um klapp og verið að sýna sig þá var hann bara þarna, standandi og leiður. Það var mjög leiðinlegt að sjá hestinn svona. Dýralæknar voru búnir að gera allt sem þeir gátu. Hrossasót getur komið af mörgum ástæðum, en við vitum ekki hvaða ástæðuaf hann fékk hana. Hann var gæðablóð, 11 vetra brúnskjóttur hestur. Verðlaunahestur. Æðislegur. Hann var svona draumhestur. Sem kann allt, sem hestar eiga að kunna. Hann var númer 1. Ég lappaði með hann, eins og maður á að gera þegar hestur er með hrossasót, og leyfði honum að borða ný sprottið grasið, fyrstu grænu grösin á þessu ári.
Ég var hjá honum flest allan daginn á þriðjudaginn. Ég á efir að sakna þessa hest. Það eru myndir af mér og honum á myndasíðuni hérna á hestar á huga. Ég ætla að gera grein um hestinn seinna. Um uppruna og hvernig hann hefur verið síðan Bíbí og bjössi fengu hann. Hann var bestur :D :**

síðan mín –) http://www.blog.central.is/kvistur

mynd af mér og honum –) http://www.deviantart.com/deviation/50054542/

þetta er ekki besta myndinn af honum. Ég ætla að senda aðra hingað inn á eftir..

kv. Lilje

Ekkert skítakast takk fyrir.

Bætt við 27. apríl 2007 - 14:52
Þessi mynd virkar ekki. En hérna eru tvær aðrar.

http://www.hugi.is/hestar/images.php?page=view&contentId=4649463

http://www.hugi.is/hestar/images.php?page=view&contentId=4646456
— Lilje