Ég er að verða 18 á þessu ári og á þess vegna að vera í ungmennaflokk en þar sem ég hefði verið eini keppandinn í þeim flokk keppti ég í áhugamannaflokk með honum föður mínum…
Ég hélt að mér hefði ekki gengið svo vel og þegar var lesið upp B-úrslitin og ég var ekki þar þá fór ég nú bara að spretta af og fara en pabbi sagði mér að bíða eftir A-úrslitum…
Og viti menn!! Þar var mitt nafn lesið og ég skalf og ég verð að viðurkenna að það féllu nokkur tár… Pabbi var líka með mér í A-úrslitum og við lentum í 3. og 5. sæti… af u.þ.b. 20 keppendum… ég auðvitað vann gamla kallinn, tók hann svo gjörsamlega í nefið :P ;)
Ég veit að ég er geðveikur montrass. ég vil ekki vera það, en ég er bara svo stolt af sjálfri mér og hestinum að ég er gjörsamlega að rifna úr stolti :D:D
Með kveðju frá hestafríkinni…