Æfingar sem eru bara almennt frekar góðar fyri hesta, til að slaka og mýkja hliðar eru t.d. gamla góða stopp æfingin… stoppa þá og slaka taum um leið og hesturinn er stopp… líka að ríða í bauga, passa að láta hann fara í heilan góðan hring og taka í og slaka taumnum á meðan… svo geturu fengið einhvern til að hjálpa þér með að kenna hestinum framfótarsnúning og það er líka sniðugt að fara sniðgang, það ætti að mýkja hann… Ég get svosem ekki lýst framfótarsnúingi svo vel sé hér en það er best að læra að gera það og sniðgang með einhverjum sem kann það og læra það með því að sjá og gera… ég hef reynt að læra það frá bók og það gekk ekki vel…
Með kveðju frá hestafríkinni…